Kristján Elíasson: Forsagan

28. ágúst 2007

Hafliði var einn af nýsköpunartogurunum, en svo voru þeir nefndir togararnir sem smíðaðir voru fyrir íslendinga við lok seinni heimstyrjaldarinnar.

Kreppuárin fyrir 1940 höfðu hert svo að atvinnuvegunum að engin endurnýjun hafði átt sér stað á skipaflota landsmanna. Togaraflotinn og því sem næst allur bátaflotinn var orðinn gamall og úreltur. Heimstyrjöldinni hlaut að ljúka fyrr en seinna og þá yrði þörf fyrir verulegt magn fiskafurða til stríðshrjáðra þjóða Evrópu en til þess að íslendingar gætu tekið af fullum þrótti þátt í væntanlegum breytingum á markaðsmálum, þegar fiskveiðar og önnur matvælaframleiðsla Evrópuríkja hæfist aftur af fullum krafti, yrði þjóðin að eiga öflug atvinnutæki.

Á stríðsárunum gerbreyttist staða útgerðar í Íslandi....

Lesa meira

Þ. Ragnar Jónasson: Hafliði Guðmundsson, hreppstjóri

25. ágúst 2007

Börn Þ. Ragnars Jónassonar veittu góðfúslegt leyfi birtingar greinar eftir föður þeirra um manninn sem togarinn Hafliði er nefndur eftir, Hafliða Guðmundsson, hreppstjóra.

Í lok nítjándu aldar var Siglufjörður fámennt sjávarþorp og nánast óþekkt bæði innan lands og utan. Það lá næstum falið á Þormóðseyri, inni á milli hárra fjalla. Þar fór fáum sögum af mannlífinu og þar gerðist sjaldan neitt sem í frásögur var fært eða athygli gat vakið úti í þjóðfélaginu. Íbúarnir í Hvanneyrarhreppi byggðu tilveru sína að mestu á sjávarafla og lítilsháttar landbúnaði á smáum bújörðum. Verslun var þar fyrir Siglufjörð og nærliggjandi sveitir sem tilheyrðu hreppnum. Árið 1900 var íbúatalan 408 manns, en þar af í kauptúninu...

Lesa meira

Kristján Elíasson: Stiklað á stóru í sögu Hafliða

25. ágúst 2007

Hann hét áður Garðar Þorsteinsson GK og var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Cook, Gemmel og Welton í Beverley í Englandi fyrir hlutafélagið Hrímfaxi og Sviði h/f í Hafnarfirði.
Skipið var eitt af tíu skipum sem íslendingar létu smíða hjá Cook, Gemmel og Welton. Það var 722 brúttótonn, 252 nettó. 184,1 fet á lengd og 30,1 á breidd. Vélin var olíudrifin gufuvél frá C. D. Holmes, 1250 IHP og gekk skipið 13,1 sjómílu í reynslusiglingu.
Fjögur önnur skip virðast hafa verið eins og Garðar Þorsteinsson, þ.e. mál þeirra eru þau sömu. Þau voru: Skúli Magnússon RE, en vélin í honum var 1000 hö., Jón Forseti RE, Röðull GK og Fylkir RE. Hin skipin fimm sem smíðuð voru: Akurey RE, Hvalfell VE, Geir RE, Goðanes NK og Ísborg ÍS., voru mun minni en Garðar Þorsteinsson, t.d. var Akurey 10 fetum styttri....

Lesa meira

1